Movies

Aron Birkir & Ösp Eldjárn

Spotify https://spoti.fi/3m9TFkk

Apple Music https://apple.co/3fOENFJ

Fleiri veitur https://ffm.to/movies_

Movies

Aron Birkir & Ösp Eldjárn

Spotify https://spoti.fi/3m9TFkk

Apple Music https://apple.co/3fOENFJ

Fleiri veitur https://ffm.to/movies_





Activisual

Spotify http://spoti.fi/29JNfah

Tidal http://bit.ly/2cpX1Nn

Apple Music http://apple.co/29FY1vR

Youtube Music https://bit.ly/3l6ASoE

Youtube http://bit.ly/29OkUjy

Ljóð

Hinn fullkomni maður

Hann kann sín í glasi, drekkur aldrei of mikið

Hann reykir ekki einu sinni í röðinni á Prikið

Hann lyftir á meðan að við hin slugsum

Hann grammar samt aldrei mynd af compression buxum

Hann fer í partý og skilur eftir bjór þegar að hann fer

Hann hringir samt ekki eftir viku og spyr “átti ég ekki tvo bjóra hjá þér?”

Hann kann fleiri trúbba texta en Land og synir

Hann syngur þá samt ekki hærra en allir hinir

Hann veit hvernig á að bera fram Baguette

Hann leiðréttir samt ekki fólk sem segir Bakúvette

Hann les stemmarann í partýinu og velur alltaf rétt lag

Hann skippar samt aldrei, hann kann að que-a það

Hann er hnyttinn, klár og mjög velviljaður

Hann er einfaldlega hinn fullkomni maður








Ef við værum par

Það væri svo gaman ef við værum par,

ef þú værir kærasta mín.

Við færum á deit, sætum á bar,

svo fylgdi ég þér heim til þín.


Fyrst væri ég feiminn og stamaði smá,

hvert skipti sem hitti ég þig.

Svo myndi ég loksins kjarkinn minn fá

og akkúrat þá kyssir þú mig.


Sjö mánuðum seinna labbar þú inn

í íbúðina okkar í blokk.

Horfir til mín segir “Krúttbangsinn minn,

við hefðum betur notað smokk”.


Þrem útskriftum seinna, öll börnin flutt út,

þá sætir þú ennþá hjá mér.

Þrátt fyrir brasið, sorgir og sút,

þá sæi ég ekki eftir neinu með þér.


Það væri svo gaman ef við værum par,

trúðu mér ég vil bara þig.

Það væri svo gaman ef við værum par,

plís swipe-aðu til hægri á mig.








Svefnbirta

Þú birtist í svefni

en hverfur í vöku.

Hví dreymir mig aðeins um þig?


Hvert svo sem ég stefni,

sú leið sem ég vel,

er leið sem geymir þig og mig.


Ég hef aldrei áður,

elskað svo hratt

að hjarta mitt tók fram úr mér.


Því bið ég þig sjáðu,

hér stend ég og bíð,

bíð eftir lífi með þér.








Flóttinn

Hvers vegna flýjum við flóttalaust líf?

Hræðumst við kannski að leiðast á því?

Í heiðskýrri blindu, við heyrnalaus bindum

á okkur skónna og flýjum á ný.








Eflaust

Til hvers er efi?

Hvert er hlutverk hans?

Er hann vafi af líkama og sál?


Ef efinn er viss

um sinn stað hér eflaust,

er tilvist efans vafamál?








Woodstock

Þú manst eftir Woodstock, þú manst eftir Jimi.

Þú manst eftir lyktinni af vímu og ást.

Þú manst eftir bandinu á Airwaves í fyrra.

Þú manst eftir stelpunni þar sem þú sást.

Þú manst eftir skaupinu ’66.

Þú manst eftir öllu úr sjöunda bekk.

Þú manst alla texta með Vilhjálmi Vilhjálms.

Þú manst hverja einustu bók sem þú lest.

Þú manst hvað þú fékkst þér fyrst ofan á pizzu.

Þú manst eftir öllu sem gerðist í Friends.

Þú manst hvernig veðrið var þegar þú fæddist,

samt gleymir þú alltaf afmælinu mínu.








Fullkomið

Fullkomið er ekki bara tvisvar í viku

með nýsléttað hárið í silfruðum kjól.


Fullkomið er ekki bara tvisvar á ári

með tærnar í sandinum böðuð í sól.


Fullkomið er ekki síaðar myndir

af uppstilltum minningum sem gleymast um leið.


Fullkomið er eitthvað sem ég get ekki lýst

en það er allavega betra en allt sem ég veit.